Posted on

Gerwyn Price sektaður um 3,4 milljónir ísk. króna

DRA eða Dart Regulation Authority sektaði Gerwyn Price um 21.500 Pund eða u.þ.b 3,4 milljónir fyrir óviðunandi hegðun bæði í leik og á samfélagsmiðlum

Bæði í átta manna útslætti og í úrslitaleiknum á HM í pílukasti var hegðun Gerwyn Price dæmd óíþróttamannsleg. Öskur og fagnaðarlæti hans voru dæmd sem tilraun til þess að koma andstæðing hans úr jafnvægi.
Gerwyn hefur áður fengið viðvörun og tiltal vegna hegðun sinnar í leik, og vegna óviðeigandi pósta á samfélagsmiðlum.

Hann var því sektaður og settur í skilorð í 6 mánuði eða til og með 11 júní, brjóti hann skilorð fær hann leikbann í 3 mánuði frá öllum keppnum sem heyra undir reglur DRA
Sektirnar voru 8000 pund fyrir óviðunandi hegðun í áttamanna úrslitum
2000 pund fyrir óviðunandi hegðun í úrslitaleik og 1500 pund fyrir óviðunandi skriftir á samfélagsmiðlum.

Hér má lesa niðurstöðu DRA í heild sinni á ensku

Hér má skoða önnur brot og sektir sem einstaklingar hafa fengið í gegnum tíðina: Heimasíða DRA