Posted on

Íslandsmót Öldunga hafið

Íslandsmót Öldunga hófst um kl 11 í morgun, og er það eitt af fimm Íslandsmótum sem að Íslenska Pílukastsambandið heldur utan um, til þess að vera gjaldgengur á Íslandsmóti Öldunga þarf einstaklingur að verða 50 ára eða eldri á árinu

Íslenska Pílukastsambandið (Í.P.S) er regnhlífin yfir öll félög á landinu og keppnisrétt á Íslandsmótum hafa allir sem eru skráðir í eitt af skráðum félögum hjá Í.P.S
Félög sem óska eftir því að verða skráð hjá Í.P.S geta haf samband við þá á dart@dart.is

21 karlar og 3 konur eru skráð til keppnis í dag, og er þetta í fyrsta sinn í sögu Í.P.S að það er haldið sér Öldungamót kvenna
Til Hamingju Konur !

Íslandsmót Öldunga var fyrst haldið árið 1999, og hefur síðan þá verið haldið 11 sinnum, þar er Þorgeir Guðmundson ríkjandi Öldungameistari, en alls hefur hann unnið þetta mót 7 sinnum, árin 1999, 2009, 2011, 2012, 2015, 2017, 2018.
Þorgeir er skráður til keppnis í dag – Mun hann landa áttunda titlinum ?

Það er hægt að fylgjast með gangi leikja inn á DartConnect

Við hjá Kastinu óskum öllum góðs gengis í dag

Megi kastið vera með ykkur