Söguleg breyting á reglum BDO

BDO (The British Darts Organisation) hefur í hyggju að breyta margra ára takmarkanir einstaklinga sem að vinna sér in svokallað PDC Tour Card.

Hingað til hefur það verið þannig að pílukastarar hafa þurft að velja á milli þess að annað hvort keppa á mótum BDO eða PDC (Professional Darts Corporation), en með þessari reglubreytingu þá opnar það möguleikan á að geta keppt hjá báðum.

PDC opnaði fyrir þátttöku kvenna á mótum PDC og verður sér kvennamót í nóvember það sem að 2 konur vinna sér inn rétt til þátttöku á hinu fræga AllyPallý sviði.

Þetta er söguleg breyting sem að nýsettur formaður BDO Derek Jacklin og stjórn BDO eru að vinna að.

Breytinginn mun taka gildi 1. október 2018

Ætli þetta verði til þess að sátt náist á margra ára deilu BDO pg PDC?

Við fylgjumst spennt með

 

Fréttinn á síðu BDO :

http://www.bdodarts.com/rulesupdate18.php

PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed