Posted on

Kvennapílan styrkist en frekar á heimsvísu

PDC gaf út í gær að þeir ætla að svara kalli kvenna um sterkari pílumót fyrir þær
17. og 18. október næstkomandi verða 4 mót í Cannock, Englandi.
Tvö á laugardeginum, og tvö á sunnudeginum – alveg eins og stigamótin eru hjá okkur hérna á Íslandi

Tvö sæti á HM eru í boði ásamt heildarverðlaunafé upp á 20.000 pund dreift yfir öll fjögur mótin.
Þátttökugjald er 25 pund á mót
Á föstudeginum 16. október á sama stað verður ókeypis Grand Slam qualifyer mót, það sem sigurvegarin fær keppnisrétt á Grand slam of Darts í nóvember

Mótin verða sett upp eins og síðasta „gólf“ mót hjá körlum, passað er upp á tveggja metra regluna og engar snertingar milli fólks.

Hægt er að fljúga til Manchester og taka lest þaðan.

Það má þakka sigrum Fallon Sherrock á síðasta HM þar sem hún sigraði Ted Evetts og Mensur Suljovic að raddir kvenna fá að hljóma hærra í ár.

Virkilega spennandi, og nú liggur það hjá konunum að mæta og sýna hvað í þeim býr.

Lesa alla fréttina á ensku https://www.pdc.tv/news/2020/08/04/pdc-introduce-four-event-womens-series

Skráningar verða hér þegar nær dregur móti www.pdcplayers.com

Posted on

Undanúrslit í kvöld

Leikir gærkvöldsins voru svakalegir, og komust Van den Bergh og Durrant áfram

Dimitri Van den Bergh 16-12 Adrian Lewis

 

Glen Durrant 18-16 Vincent van der Voort

 

 

Leikir kvöldsins

Gary Anderson v Michael Smith
Glen Durrant v Dimitri Van den Bergh

 

Posted on

Leikir dagsins 24. júlí

Í gær voru leiknir 2 leikir í 8 manna útslætti

Michael Smith 16-13 Krzysztof Ratajski
Gary Anderson 16-12 Simon Whitlock

Í dag eru hinir tveir, spilað er best af 31, þá þarf 16 leggi til þess að sigra.

Adrian Lewis v Dimitri Van den Bergh
Glen Durrant v Vincent van der Voort

 

Posted on

Leikir dagsins 20. júlí

Þrír hörku leikir voru í gær, og tveir fremur óspennandi, Glen Durrant og Michael Smith völtuðu yfir sína andstæðinga. Ríkjandi meistari Rob Cross féll úr leik, Peter Wright var í basli en kippti þá af sér gleraugunum og meistarinn mætti á svæðið.

úrslit gærdagsins:

Mensur Suljovic 12-10 Jamie Hughes
Glen Durrant 10-3 Jeffrey de Zwaan
Gabriel Clemens 10-8 Rob Cross
Peter Wright 10-8 Jose De Sousa
Michael Smith 10-3 Jonny Clayton

Leikir dagsins eru ekki af verri endanum, og byrja þeir kl 18.00 að staðar tíma, sem er 17.00 á íslenskum tíma

Dave Chisnall v Vincent van der Voort
Ian White v Joe Cullen
Daryl Gurney v Ricky Evans
Gerwyn Price v Danny Noppert
Adrian Lewis v Steve Beaton

 

Posted on

Leikir Dagsins 19. júlí

Í gær voru spilaðir fimm leikir í 32 manna útslætti, enginn af þeim fór í bráðabana, og aðeins einn fór í að leikja þurfti umfram leggi til þess að finna sigurvegara. Engir áhorfendur eru á staðnum, spilaðar eru bæði fyrir áhorfendur heima og í salnum upptökur frá áhorfendum. Það er pínu eins og þeir séu á staðnum, en samt ekki. Fyrir aftan er risaskjár þar sem að aðdáendur hafa sent inn myndir spilurum til stuðning, ef þú vilt senda þína mynd eða upptöku geturu gert það hér:

Úrslit 18. júlí 32 manna útsláttur

Simon Whitlock 10-4 Ryan Joyce
Krzysztof Ratajski 10-4 Jermaine Wattimena
James Wade 12-10 Keegan Brown
Michael van Gerwen 10-7 Brendan Dolan
Gary Anderson 10-5 Justin Pipe

Leikir kvöldsins byrja kl. 18.00

Mensur Suljovic v Jamie Hughes
Glen Durrant v Jeffrey de Zwaan
Rob Cross v Gabriel Clemens
Peter Wright v Jose De Sousa
Michael Smith v Jonny Clayton

Posted on

PDC World Cup of Darts hefst í kvöld

Einstök keppni hefst í kvöld í Hamborg þar sem 32 lönd keppa. Tveir keppendur eru frá hverju landi og samanstendur keppnin bæði af einmennings og tvímenningsleikjum.
Í fyrra sigruðu Michael Van Gerwen og Reymond Van Barneveld frá Hollandi, en í ár er Barneveld í fyrsta sinn ekki með.

Ísland er ekki með, við erum algjörir nýliðar í keppni um stig á þessu móti, í fyrra fengum við í fyrsta sinn undankeppni fyrir PDC mót hér heima og munum við endurtaka það í Ágúst í ár. Það skiptir gífurlegu máli að sem flestir íslendingar mæti á það mót, en einnig skiptir máli að íslendingar fari á þessar PDC Nordic og Baltic keppnir erlendis – við erum að jafnaði með 2-3 keppendur á hverju slíku móti. Við erum að klóra í bakkan, og verða sterkari og sterkari í pílukasti

Löndin 32 og keppendur þeirra:

(Seed 1) England – Rob Cross & Michael Smith
(Seed 2) Scotland – Gary Anderson & Peter Wright
(Seed 3) Wales – Gerwyn Price & Jonny Clayton
(Seed 4) Netherlands – Michael van Gerwen & Jermaine Wattimena
(Seed 5) Australia – Simon Whitlock & Kyle Anderson
(Seed 6) Northern Ireland – Daryl Gurney & Brendan Dolan
(Seed 7) Belgium – Kim Huybrechts & Dimitri Van den Bergh
(Seed 8) Austria – Mensur Suljovic & Zoran Lerchbacher
Brazil – Diogo Portela & Artur Valle
Canada – Dawson Murschell & Jim Long
China – Xiaochen Zong & Yuanjun Liu (Qingyu Zhan replaced by Yuanjun Liu)
Czech Republic – Pavel Jirkal & Karel Sedlacek
Denmark – Per Laursen & Niels Heinsøe
Finland – Marko Kantele & Kim Viljanen
Germany – Max Hopp & Martin Schindler
Gibraltar – Dyson Parody & Antony Lopez
Greece – John Michael & Veniamin Symeonidis
Hong Kong – Royden Lam & Kai Fan Leung
Hungary – Pal Szekely & Janos Vegso
Italy – Andrea Micheletti & Stefano Tomassetti
Japan – Seigo Asada & Haruki Muramatsu
Lithuania – Darius Labanauskas & Mindaugas Barauskas
New Zealand – Cody Harris & Haupai Puha
Philippines – Lourence Ilagan & Noel Malicdem
Poland – Krzysztof Ratajski & Tytus Kanik
Republic of Ireland – Steve Lennon & William O’Connor
Russia – Boris Koltsov & Aleksey Kadochnikov
Singapore – Paul Lim & Harith Lim
South Africa – Devon Petersen & Vernon Bouwers
Spain – Cristo Reyes & Toni Alcinas
Sweden – Dennis Nilsson & Magnus Caris
United States of America – Darin Young & Chuck Puleo

Hægt er að horfa á keppnina á www.pdc.tv

Dagskrá mótsins:
Fimmtudag (Hefst 19.00 að staðartíma)
Gibraltar v Japan
Northern Ireland v South Africa
New Zealand v Lithuania
Belgium v Hong Kong
Brazil v Sweden
Wales v Singapore
Hungary v Germany
Scotland v Denmark

Föstudagur (Hefst 19.00 að staðartíma)
China v USA
Italy v Canada
Poland v Czech Republic
Republic of Ireland v Greece
England v Philippines
Austria v Russia
Australia v Finland
Netherlands v Spain

 

Hér má lesa nánar um keppnina: https://www.pdc.tv/news/2019/06/05/2019-betvictor-world-cup-darts-preview

Wikipedia er einnig með góða grein, þar sem hægt er að lesa sig betur til um hvern og einn spilara, löndin og sjá fyrirkomulagið. https://en.wikipedia.org/wiki/2019_PDC_World_Cup_of_Darts

Posted on

PDC Nordic & Baltic 23-25. August 2019

English below

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur nýtt samstarf milli Dagar hf. og Kastsins, við munum saman gera PDC mótið í ágúst að stærsta og glæsilegasta alþjóðlega pílumóti sem hingað til hefur verið haldið á Íslandi. Allar upplýsingar verða á Ensku, en ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst. 


It is our true pleasure to announce a cooperation between us and Dagar hf. for our upcoming PDC Nordic & Baltic tournament in august.

The venue is in Ásbrú, Keflavík – Only 8 min drive from Keflavík Airport
Officera Klúbburinn –
GPS N63° 58′ 1.892″ W22° 35′ 26.525″

There are a couple of hotels and hostels near by, and we are waiting for a reply from some of them.

The two closest are Start Hostel and Eldey Airport

Start Hostel has confirmed the price for a double room 115,- euro pr. night, please email them on start@starthostel.is, and mention that you are there for the darts weekend.

_______________

BB Hotel is offering a 15% discount when ordering through there homepage www.bbhotel.is use the code dart15 
Prices are different depending on demand

_______________

Base Hotel – Please have a look at their homepage first before booking, they might have a better deal on the page www.basehotel.is

The prices the offered us:

Price pr. night, please get info on the rooms on their homepage, some have shared bathrooms:Dorm Bed – 4666ISK

Basic Double (Shared bathroom) – 11815ISK

Comfort Double – (Shared bathroom) – 13515ISK

Triple Room – 22015ISK

Quad Room – 25415ISK

Family Room – 27625ISK

send an email to basehotel@basehotel.is and mention that you are there for the PDC darts

 

We will update you when/if we get more offers on hotels/hostels

More information regarding schedule, will soon be available on www.pdc-nordic.tv 

We encourage you to book your flight and hotel as soon as possible.

 

Posted on

Winmau Iceland Open

ENGLISH BELOW

Ég byrjaði að kasta pílu árið 2012, varð forseti Íslenska pílukastambandsins árið 2014, árinu áður eða árið 2013 fór ég á Danska Opna og það var mín ósk að Ísland myndi fá sitt eigið alþjóðlega mót.
Sem betur fer var ég með kröftugt fólk bæði í stjórn með mér og í kringum mig og upphafið af hefðinni hófst árið 2015 þar sem fyrsta Winmau Iceland Open var haldið.
Við fengum góða aðstoð frá Winmau sem er elsti og einn reyndasti framleiðandi píluvara í heiminum, þess vegna heitir mótið Winmau Iceland Open

Fyrsta árið voru 5 erlendir keppendur, og síðan þá hefur þeim fjölgað þétt og erum við að ná virkilega góðu umtali erlendis, það er því víst að þessi fjöldi mun fjölga hraðar á næstu árum

Í fyrsta sinn frá upphafi tek ég ekki þátt í skipulagi öðru en að mæta á staðinn með pílubása og vörur til sölu og að sjálfsögðu til að sigra mótið!
Það er frekar skrítið, en traust mitt til núverandi stjórnar ÍPS er svo gríðarlegt að ég veit að þeir munu toppa árin á undan og hlakka ég til að keppa

Mótið er opið öllum, og eru byrjendur sérstaklega hvattir til þess að mæta, því að þá fá þeir bæði skemmtun og reynsluna beint í æð.

Ef einhver er óviss eða í vafa um hvort að þau séu tilbúin að mæta – MÆTIÐ!
Við Vitor getum haldið í hendina á ykkur fyrstu mínúturnar ef þið þurfið 😂

Skráning er til 17 apríl og fer hún fram hér: SKRÁNING
Allar upplýsingar um mótið eru líka á síðunni hjá www.dart.is

Hlakka til að sjá ykkur
Ingibjörg

It was in 2012 that I started throwing darts for the first time, I became the president of the I.D.A in 2014, in the previous year 2013 I went to Denmark Open.
It was my wish that Iceland should have their own international competition, and thanks to the amazing people on my board and surrounding me it became a reality in 2015.
Thankfully we also got on board Winmau, the oldest and one of the most experienced darts manufacturers in the world.
Winmau Iceland Open was born in 2015 with 5 international players and many icelandic ones, since then it has grown bigger and bigger each year.
For the first time I am not organising anything except setting up our boards, selling Winmau products and of course to WIN the bloody thing!!!
Pretty weird but I know that the new board will do an amazing job, and I really look forward to this years Winmau Iceland Open.

If in doubt you can see all the info and register here – remember registration closes on the 17th of April REGISTRATION

All the best to all of you
Ingibjörg

Posted on

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára – Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

Ert þú strákur á aldrinum 8 – 18 ára

Hefuru gaman af pílukasti?

Hefur þú áhuga á að keppa á einu af stærstu pílukastmótum heims?

Þá er hér RISA tækifæri fyrir þig

 

Þann 4. nóvember 2018, klukkan 15.00 verður keppt um 2 sæti á JDC World Cup mótinu í Bristol. Keppt verður hjá Pílukast Félagi Reykjavíkur að Tangarhöfða 2, Reykjavík og er keppnisgjaldið 1000kr

Skráningar eru á kastid@kastid.is, skráningu lýkur 3. nóvember

– þar þarf að koma fram nafn, aldur og nafn forráðarmanns

Nánar um keppnirnar:

Keppt verður í 501 – tvöfaldur út

Keppt er um 2 sæti á JDC (Junior Darts Corporation) World Cup sem haldið er í Bristol 14-16 desember 2018

2 efstu fá keppnisrétt á GRAND FINALS mótinu í Bristol, flug fram og tilbaka,

hótelgistingu (2 saman í herbergi), ásamt keppnistreyju

Greitt að fullu af MODUSdarts.tv

 

Vinsamlegast athugið að þann 4. nóvember þarf að mæta til keppnis í fylgd forráðamanns

Keppendur þurfa að vera lausir til þess að fara til Bristol 13. – 18. desember

Keppendur skulu eigi vera orðnir 18 ára þann 18. desember 2018

Klæðnaður: Ekki er leyfinlegt að vera í gallabuxum né flauelsbuxum, bolur skal vera með kraga og buxur og skór dökkir

Æskilegt er að sigurvegarar geti mætt á æfingar alla sunnudaga frá 16.00-19.00 fram að brottför

Keppendur gefa leyfi til þess að myndir og myndefni sem teknar verða í keppni og á æfingum verði notað af LiveDartsIceland, modusdart.tv og www.kastid.is til kynningar á pílukasti hérlendis sem erlendis

Live Darts Iceland verður á staðnum þann 4. nóvember og mun sýna valda leiki í beinni á Facebook og Youtube

Upplýsingar um JDC World Cup: (heimasíðan þeirra: www.juniordarts.com)

Flogið verður út fimmtudaginn 13. desember og heim 18. desember í beinu flugi með EasyJet.

Keppt er í liðakeppni á laugardegi og einstaklingskeppni sunnudegi

3 fullorðnir fara með keppendum, Pétur Rúðrik Guðmudsson Landsliðsþjálfari U18,

Ingibjörg Magnúsdóttir fyrrum forseti Íslenska Pílukastsambandsins og Vitor Charrua eigandi www.kastid.is

Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 770-4642 og á kastid@kastid.is

 

    

 

 

Útprentanleg auglýsing á PDF formi: JDC Iceland

Posted on

PDCNB -Síðasti skráningardagur er á Miðvikudaginn!!

Við hvetjum ykkur til að drífa í að klára skráningar, ef greiðsla er að vefjast fyrir ykkur (eruð ekki með paypal eða nennið ekki að millifæra á erlendan reikning) sendið okkur þá línu og þá getið þið millifært á okkur og við sendum greiðsluna út.

Sendið mér með nafn, og hvaða mót þið viljið taka þátt í af þessum 5, skráning þarf að koma skriflega.

SMS  á 770-4642

eða tölvupóst: kastid@kastid.is

ENGAR SKRÁNINGAR verða teknar inn eftir miðvikudaginn 3. október

Bestu kveðjur

PDC-NB á Íslandi 5-7 Október 2018

Posted on

Keppt er á Sænska opna þessa helgi

Sænska opna er haldið þessa helgi í Malmø, einn Íslendingur er meðal keppenda hann Pétur Rúðrik Guðmundson. Við óskum honum góðs gengis 😀
Síðar í dag er síðan hægt að horfa á leiki í beinni á þessum link:
Hér má finna dráttinn og allar upplýsingar fyrir forvitna
http://www.swedishopendart.se/index.php
Posted on

Söguleg breyting á reglum BDO

BDO (The British Darts Organisation) hefur í hyggju að breyta margra ára takmarkanir einstaklinga sem að vinna sér in svokallað PDC Tour Card.

Hingað til hefur það verið þannig að pílukastarar hafa þurft að velja á milli þess að annað hvort keppa á mótum BDO eða PDC (Professional Darts Corporation), en með þessari reglubreytingu þá opnar það möguleikan á að geta keppt hjá báðum.

PDC opnaði fyrir þátttöku kvenna á mótum PDC og verður sér kvennamót í nóvember það sem að 2 konur vinna sér inn rétt til þátttöku á hinu fræga AllyPallý sviði.

Þetta er söguleg breyting sem að nýsettur formaður BDO Derek Jacklin og stjórn BDO eru að vinna að.

Breytinginn mun taka gildi 1. október 2018

Ætli þetta verði til þess að sátt náist á margra ára deilu BDO pg PDC?

Við fylgjumst spennt með

 

Fréttinn á síðu BDO :

http://www.bdodarts.com/rulesupdate18.php

Posted on

PDC Fréttir – tvær konur taka þátt á næsta tímabili

Búið er að staðfesta að nú fá tvær konur þátttökurétt á hinu RISA móti í Alexandra Palace í London.

Það verða tvær undankeppnir þar sem að konurnar tvær vinna sér inn þann keppnisrétt.

Fyrir okkur Íslendinga verður undankeppni laugardaginn 17. Nóvember 2018 á Hótel Maritim í Düsseldorf, ókepis er að taka þátt, keppendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, og uppfyllaskilyrði PDC reglu nr. 7.6

Skráningar skulu sendar á carsten.arlt@pdc-europe.tv, nafn, fæðingardagur og þjóðerni.

Hér má lesa allar upplýsingar um keppnina:

https://www.pdc.tv/news/2018/08/10/world-championship-womens-qualifiers-confirmed