Posted on

Frábær helgi að baki

Við skelltum okkur til Neskaupstaðar síðastliðna helgi, og sáum um pílukastmót á landsmóti UMFÍ 50+

Um 40 manns skráðu sig til keppnis, og var baráttan sérstaklega hörð í karlaflokki 50 ára og eldri, hægt er að skoða úrslit mótsins á vef UMFÍ

Virkilega skemmtilegt mót og utanumhald frábært

Við nýttum tækifærið og fórum á fund æskulýðsfulltrúa Fjarðabyggðar, ásamt Friðriki Kristinssyni pílukastara sem hafði þann draum að stofna Pílukastfélag Fjarðabyggðar. Vel var tekið í þá hugmynd og hefur Friðriki verið úthlutað glæsilegt rými í íþróttahúsi Neskaupstaðar. Þar verða sett upp 4 spjöld og munum við aðstoða áfram með formlega skráningu félagsins, æfingar- og keppnisskipulags. Í framhaldi af því er voninn að uppsettar verði aðstöður á Reyðarfirði og Eskifirði.
Friðrik ásamt Sævari Friðriksyni munu vera í forsvari Pílukastfélags Fjarðabyggðar og verður dagskrá og mótaplan gefin út í lok sumars.

Til hamingju Fjarðabyggð

 

Posted on

Hæ hó jibíjej og jibíjej það er að koma 17. júni

Við verðum partur af dagskrá Hafnarfjarðarbæjar á 17. júní og geta allir fengið að prófa að kasta milli 13.30 – 17.00
Við verðum staðsett á Standgötu (bak við fjörðinn)

Við verðum með skemmtilegan leik, þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga

Fullt af öðru skemmtilegu er á dagskrá Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars verður bogfimi við hliðina á okkur

Hér má sjá alla dagskránna: 17. júni dagskrá Hafnarfjarðarbæjar

Við hlökkum til að fagna Þjóðhátíðardegi Íslands með ykkur

Posted on

PDC World Cup of Darts hefst í kvöld

Einstök keppni hefst í kvöld í Hamborg þar sem 32 lönd keppa. Tveir keppendur eru frá hverju landi og samanstendur keppnin bæði af einmennings og tvímenningsleikjum.
Í fyrra sigruðu Michael Van Gerwen og Reymond Van Barneveld frá Hollandi, en í ár er Barneveld í fyrsta sinn ekki með.

Ísland er ekki með, við erum algjörir nýliðar í keppni um stig á þessu móti, í fyrra fengum við í fyrsta sinn undankeppni fyrir PDC mót hér heima og munum við endurtaka það í Ágúst í ár. Það skiptir gífurlegu máli að sem flestir íslendingar mæti á það mót, en einnig skiptir máli að íslendingar fari á þessar PDC Nordic og Baltic keppnir erlendis – við erum að jafnaði með 2-3 keppendur á hverju slíku móti. Við erum að klóra í bakkan, og verða sterkari og sterkari í pílukasti

Löndin 32 og keppendur þeirra:

(Seed 1) England – Rob Cross & Michael Smith
(Seed 2) Scotland – Gary Anderson & Peter Wright
(Seed 3) Wales – Gerwyn Price & Jonny Clayton
(Seed 4) Netherlands – Michael van Gerwen & Jermaine Wattimena
(Seed 5) Australia – Simon Whitlock & Kyle Anderson
(Seed 6) Northern Ireland – Daryl Gurney & Brendan Dolan
(Seed 7) Belgium – Kim Huybrechts & Dimitri Van den Bergh
(Seed 8) Austria – Mensur Suljovic & Zoran Lerchbacher
Brazil – Diogo Portela & Artur Valle
Canada – Dawson Murschell & Jim Long
China – Xiaochen Zong & Yuanjun Liu (Qingyu Zhan replaced by Yuanjun Liu)
Czech Republic – Pavel Jirkal & Karel Sedlacek
Denmark – Per Laursen & Niels Heinsøe
Finland – Marko Kantele & Kim Viljanen
Germany – Max Hopp & Martin Schindler
Gibraltar – Dyson Parody & Antony Lopez
Greece – John Michael & Veniamin Symeonidis
Hong Kong – Royden Lam & Kai Fan Leung
Hungary – Pal Szekely & Janos Vegso
Italy – Andrea Micheletti & Stefano Tomassetti
Japan – Seigo Asada & Haruki Muramatsu
Lithuania – Darius Labanauskas & Mindaugas Barauskas
New Zealand – Cody Harris & Haupai Puha
Philippines – Lourence Ilagan & Noel Malicdem
Poland – Krzysztof Ratajski & Tytus Kanik
Republic of Ireland – Steve Lennon & William O’Connor
Russia – Boris Koltsov & Aleksey Kadochnikov
Singapore – Paul Lim & Harith Lim
South Africa – Devon Petersen & Vernon Bouwers
Spain – Cristo Reyes & Toni Alcinas
Sweden – Dennis Nilsson & Magnus Caris
United States of America – Darin Young & Chuck Puleo

Hægt er að horfa á keppnina á www.pdc.tv

Dagskrá mótsins:
Fimmtudag (Hefst 19.00 að staðartíma)
Gibraltar v Japan
Northern Ireland v South Africa
New Zealand v Lithuania
Belgium v Hong Kong
Brazil v Sweden
Wales v Singapore
Hungary v Germany
Scotland v Denmark

Föstudagur (Hefst 19.00 að staðartíma)
China v USA
Italy v Canada
Poland v Czech Republic
Republic of Ireland v Greece
England v Philippines
Austria v Russia
Australia v Finland
Netherlands v Spain

 

Hér má lesa nánar um keppnina: https://www.pdc.tv/news/2019/06/05/2019-betvictor-world-cup-darts-preview

Wikipedia er einnig með góða grein, þar sem hægt er að lesa sig betur til um hvern og einn spilara, löndin og sjá fyrirkomulagið. https://en.wikipedia.org/wiki/2019_PDC_World_Cup_of_Darts

Posted on

Landsmót UMFÍ 50+ – Opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót UMFÍ 50+

Skráning fer fram hér

Pílukast er partur af opinni dagskrá og verður keppt í 9 pílu leiknum, það hafa því allir tækifæri til þess að taka þátt, líka þeir sem eru yngri en 50

Upplýsingar um pílukastið:

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 – 18:00

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Hér má nálgast alla dagskránna

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Neskaupsstað

Posted on

PDC Nordic & Baltic 23-25. August 2019

English below

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur nýtt samstarf milli Dagar hf. og Kastsins, við munum saman gera PDC mótið í ágúst að stærsta og glæsilegasta alþjóðlega pílumóti sem hingað til hefur verið haldið á Íslandi. Allar upplýsingar verða á Ensku, en ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst. 


It is our true pleasure to announce a cooperation between us and Dagar hf. for our upcoming PDC Nordic & Baltic tournament in august.

The venue is in Ásbrú, Keflavík – Only 8 min drive from Keflavík Airport
Officera Klúbburinn –
GPS N63° 58′ 1.892″ W22° 35′ 26.525″

There are a couple of hotels and hostels near by, and we are waiting for a reply from some of them.

The two closest are Start Hostel and Eldey Airport

Start Hostel has confirmed the price for a double room 115,- euro pr. night, please email them on start@starthostel.is, and mention that you are there for the darts weekend.

_______________

BB Hotel is offering a 15% discount when ordering through there homepage www.bbhotel.is use the code dart15 
Prices are different depending on demand

_______________

Base Hotel – Please have a look at their homepage first before booking, they might have a better deal on the page www.basehotel.is

The prices the offered us:

Price pr. night, please get info on the rooms on their homepage, some have shared bathrooms:Dorm Bed – 4666ISK

Basic Double (Shared bathroom) – 11815ISK

Comfort Double – (Shared bathroom) – 13515ISK

Triple Room – 22015ISK

Quad Room – 25415ISK

Family Room – 27625ISK

send an email to basehotel@basehotel.is and mention that you are there for the PDC darts

 

We will update you when/if we get more offers on hotels/hostels

More information regarding schedule, will soon be available on www.pdc-nordic.tv 

We encourage you to book your flight and hotel as soon as possible.

 

Posted on

Pílukeppni hjá Keiluhöllinni Egilshöll

Í tilefni þess vað Keiluhöllin hefur sett upp aðstöðu hjá sér verður Pílukeppni á Happy Hour, þriðjudagskvöldið 30. apríl frá kl 21:00 – 23:00, við verðum á staðnum frá klukkan 19.00 og leiðbeinum þeim sem vilja. 

Allar upplýsingar eru hér :

https://www.facebook.com/keiluhollinegilsholl/

Posted on

Pílukast á landsmótum UMFÍ

Á hverju ári heldur UMFÍ landsmót fyrir 50+, og unglingalandsmót

Pílukast hefur verið tvisvar sinnum á unglingalandsmóti, á Akureyri 2015 og Borgarnesi 2016

Nú hefur næsta skref verið tekið og mun pílukast vera á báðum mótum til framtíðar

Í ár munum við verða með kynningarár þar sem keppt verður í 9 pílu leiknum okkar
Hann gengur út á það að hver keppandi fær að kasta þrisvar sinnum þremur pílum (ein í einu)
Stiginn eru skráð niður og sá/sú sem er með hæstan stigafjölda frá níu pílum í lok dags sigrar
Hægt er að koma oftar enn einu sinni á tilsettum tíma dagskráar.

50+ mótið er haldið í Neskaupstað 28-30 Júní
Unglingalandsmótið verður á Höfn í Hornafirði 1-4 Ágúst

Við hjá Kastinu munum sjá um þetta glæsilega verkefni og erum við afar þakklátt UMFÍ fyrir að gefa okkur þetta tækifæri

Nánair dagskrá má sjá á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is

Posted on

Dagskrá vikunnar – This weeks program

16. apríl

Reykjavík:
Nýliðakvöld PFR 
Beginners night at PFR – just show up, no registration needed
19.00 – Tangarhöfði 2

Unglingaæfing / Youth practise kl.17.15-18.00

Reykjanesbær
Money in – money out mót
skráning til 19.00
keppnisgjald kr. 500,-
Money in – money out tournament
Registration until 19.00
Fee kr. 500,-

18. Apríl

Reykjavík
Laaaaaaangamót hjá PFR – Tangarhöfði 2
Skráning í síma 771 7382 hjá Petu.
Húsið opnar kl. 14:10 – Byrjað að spila ca. 15.10
Skemmtilegt mót fyrir alla, nýja sem gamla.
Keppnisgjald 1500 kr

Easter loooong tournament – Tangarhöfði 2
Open for all, registration 771 7382 Peta
Venue opens 14.10 – starts to play about 15.10
Fee kr. 1500,- – easter eggs and other prizes

19. – 21. Apríl – Winmau Iceland Open sjá/see www.dart.is

Posted on

Winmau Iceland Open

ENGLISH BELOW

Ég byrjaði að kasta pílu árið 2012, varð forseti Íslenska pílukastambandsins árið 2014, árinu áður eða árið 2013 fór ég á Danska Opna og það var mín ósk að Ísland myndi fá sitt eigið alþjóðlega mót.
Sem betur fer var ég með kröftugt fólk bæði í stjórn með mér og í kringum mig og upphafið af hefðinni hófst árið 2015 þar sem fyrsta Winmau Iceland Open var haldið.
Við fengum góða aðstoð frá Winmau sem er elsti og einn reyndasti framleiðandi píluvara í heiminum, þess vegna heitir mótið Winmau Iceland Open

Fyrsta árið voru 5 erlendir keppendur, og síðan þá hefur þeim fjölgað þétt og erum við að ná virkilega góðu umtali erlendis, það er því víst að þessi fjöldi mun fjölga hraðar á næstu árum

Í fyrsta sinn frá upphafi tek ég ekki þátt í skipulagi öðru en að mæta á staðinn með pílubása og vörur til sölu og að sjálfsögðu til að sigra mótið!
Það er frekar skrítið, en traust mitt til núverandi stjórnar ÍPS er svo gríðarlegt að ég veit að þeir munu toppa árin á undan og hlakka ég til að keppa

Mótið er opið öllum, og eru byrjendur sérstaklega hvattir til þess að mæta, því að þá fá þeir bæði skemmtun og reynsluna beint í æð.

Ef einhver er óviss eða í vafa um hvort að þau séu tilbúin að mæta – MÆTIÐ!
Við Vitor getum haldið í hendina á ykkur fyrstu mínúturnar ef þið þurfið 😂

Skráning er til 17 apríl og fer hún fram hér: SKRÁNING
Allar upplýsingar um mótið eru líka á síðunni hjá www.dart.is

Hlakka til að sjá ykkur
Ingibjörg

It was in 2012 that I started throwing darts for the first time, I became the president of the I.D.A in 2014, in the previous year 2013 I went to Denmark Open.
It was my wish that Iceland should have their own international competition, and thanks to the amazing people on my board and surrounding me it became a reality in 2015.
Thankfully we also got on board Winmau, the oldest and one of the most experienced darts manufacturers in the world.
Winmau Iceland Open was born in 2015 with 5 international players and many icelandic ones, since then it has grown bigger and bigger each year.
For the first time I am not organising anything except setting up our boards, selling Winmau products and of course to WIN the bloody thing!!!
Pretty weird but I know that the new board will do an amazing job, and I really look forward to this years Winmau Iceland Open.

If in doubt you can see all the info and register here – remember registration closes on the 17th of April REGISTRATION

All the best to all of you
Ingibjörg

Posted on

Petrea Kr. og Þorgeir Mestarar Meistaranna 2019

Góða stemmning var upp í efstaleiti í gær, þar sem fóru fram úrslita leikir í Meistari Meistaranna.
Meistari Meistaranna er keppni þar sem að pílufélög landsins senda sína sterkustu spilara til keppnis.
Undankeppninn fór fram hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar þann 23. mars síðasliðinn. Þar náðu Þorgeir Guðmundsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Mattías Örn Friðrikson frá Pílufélag Grindavíkur að spila sig í úrslit karla og Petrea Kr. Friðriksdóttir og María Steinunn Jóhannesdóttir báðar frá Pílukastfélagi Reykjavíkur spiluðu sig til úrslitaleiks kvenna.
Í gær fóru úrslitin síðan fram hjá RÚV upp í efstaleiti

Úrslit voru Petrea Kr. sigrar Maríu 4-2, og Þorgeir sigrar Mattías 6-2, á vef RÚV er hægt að lesa nánar um leikinna og horfa á þá ef þú misstir af þeim

Til hamingju Peta og Gamli – þið eruð snillingar!

Ég vill líka hrósa RÚV fyrir að halda þetta stórkostlega mót í þriðja sinn, og aðstoða við uppbyggingu og sýnileika pílukasts á Íslandi

Hér má lesa fréttina á RÚV
Hér geturu horft á leikinna

Mynd fengin af Rúv.is Ljósmynd Mummi Lú